Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 22. júlí 2024 13:12
Elvar Geir Magnússon
Víkingur og Breiðablik fengu hagstæðan drátt en Valur og Stjarnan erfiðari
Víkingur á góðan möguleika á að komast í umspil.
Víkingur á góðan möguleika á að komast í umspil.
Mynd: Getty Images
Blikar geta verið ánægðir með dráttinn.
Blikar geta verið ánægðir með dráttinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjögur íslensk félagslið; Breiðablik, Stjarnan, Valur og Víkingur, leika heimaleiki í Sambandsdeild UEFA á fimmtudag. Um er að ræða fyrri leiki liðanna í 2. umferð forkeppninnar en útileikirnir fara fram í næstu viku.

Í dag varð ljóst hverjir mögulegir mótherjar íslensku liðanna verða ef þau komast áfram í næstu umferð.

Víkingur og Breiðablik eiga góða möguleika á umspili
Ef Víkingur vinnur albönsku meistarana í Egnatia mæta Íslandsmeistarnir annað hvort Virtus frá San Marínó eða Flora Tallinn frá Eistlandi. Fyrri leikurinn yrði í Fossvoginum.

Ef Breiðablik slær út Drita frá Kosóvó mun liðið mæta sigurvegaranum í einvígi Cliftonville frá Norður-Írlandi og Auda frá Lettlandi. Fyrri leikurinn yrði á útivelli.

Það verður því að segjast eins og er að möguleikar Víkings og Breiðabliks á að komast í umspilseinvígi um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar virðast ansi góðir.

Erfiðir andstæðingar
Það eru erfiðari andstæðingar sem bíða Valsara og Stjörnumanna ef þeir komast áfram.

Ef Valur nær að slá út St. Mirren mætir liðið sigurvegaranum í viðureign Go Ahead Eagles frá Hollandi og norska liðsins Brann. Fyrri leikurinn yrði á Hlíðarenda.

Ef Stjarnan vinnur Paide frá Eistlandi munu Garðbæingar etja kappi við Häcken frá Svíþjóð eða Dudelange frá Lúxemborg. Fyrri leikurinn á útivelli.

3. umferðin verður spiluð 8. og 15. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner