Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 22. júlí 2024 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Wiley kominn til Chelsea (Staðfest) - Beint til Strasbourg?
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Chelsea er búið að festa kaup á varnarmanninum unga Caleb Wiley, sem kemur úr röðum Atlanta United í MLS deildinni.

Wiley er 19 ára gamall og gerir sex ára samning við Chelsea, með möguleika á eins árs framlengingu.

Hann er bandarískur og þykir gríðarlega efnilegur enda á hann nú þegar tvo A-landsleiki að baki fyrir þjóð sína þrátt fyrir ungan aldur.

Wiley var lykilmaður í liði Atlanta og verður fróðlegt að fylgjast með honum í enska boltanum. Wiley er vinstri bakvörður að upplagi en hann er gífurlega sókndjarfur og getur því einnig leikið sem vængbakvörður, kantmaður og vængmaður.

Chelsea greiðir 8,5 milljónir punda fyrir Wiley, sem verður að öllum líkindum lánaður til Strasbourg í Frakklandi fyrir upphaf næstu leiktíðar. Atlanta heldur einnig hlutfalli af endursölurétti leikmannsins.


Athugasemdir
banner