Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
banner
   þri 22. september 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Zenit í Pétursborg vill fá Lingard
Rússneska félagið Zenit St. Petersborg hefur áhuga á að fá Jesse Lingard í sínar raðir frá Manchester United.

Lingard hefur verið orðaður við brottför frá Manchester United en hlutverk hans hjá liðinu hefur minnkað undanfarið árið.

Hinn 27 ára gamli Lingard var fyrr í sumar orðaður við Tottenham.

Lingard gæti nú farið til Rússlands en framtíð hans ætti að skýrast betur á næstu vikum.
Athugasemdir
banner