Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 22. september 2021 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: 21 breyting hjá West Ham og Man Utd
Harry Kane og N'Golo Kante í byrjunarliðum
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Það eru nokkrir áhugaverðir leikir á dagskrá í enska deildabikarnum í kvöld þar sem Manchester United og West Ham eigast við í annað sinn á þremur dögum.

Man Utd hafði betur í London eftir dramatískar lokamínútur. Jesse Lingard, sem gerði frábæra hluti að láni hjá West Ham í vor, gerði sigurmark Man Utd á 89. mínútu en Hamrarnir fengu vítaspyrnu í uppbótartíma.

Þá kom fyrirliðinn Mark Noble inn af bekknum til að taka spyrnuna en lét David De Gea verja frá sér og lokatölur urðu 1-2.

Í kvöld mætast liðin aftur og gera samtals 21 breytingu á byrjunarliðunum. Jarrod Bowen er eini leikmaðurinn sem byrjar báða leikina.

Man Utd: Henderson, Dalot, Lindelof, Bailly, Telles, Matic, Van de Beek, Sancho, Mata, Lingard, Martial
Varamenn: Heaton, Jones, Wan-Bissaka, McTominay, Elanga, Fernandes, Greenwood

West Ham: Areola, Fredericks, Diop, Dawson, Johnson, Masuaku, Noble, Kral, Lanzini, Yarmolenko, Bowen
Varamenn: Randolph, Coufal, Zouma, Ogbonna, Fornals, Vlasic, Benrahma



Chelsea og Aston Villa eigast þá við í annað sinn á ellefu dögum á Stamford Bridge. Chelsea vann 3-0 í deildinni en í kvöld er komið að bikarnum.

Chelsea mætir til leiks með sterkt byrjunarlið þar sem má finna N'Golo Kante og Timo Werner á meðan byrjunarlið Aston Villa er tilraunakenndara. Emiliano Buendía og Bertrand Traore fá sæti í byrjunarliðinu.

Wolves og Tottenham eigast einnig við í úrvalsdeildarslag og er þetta í annað sinn sem þessi lið mætast á Molineux á einum mánuði. Tottenham hafði betur í deildinni, þar sem Nuno Espirito Santo mætti sínum fyrrum lærisveinum til nokkurra ára í sínum þriðja keppnisleik í nýju starfi.

Harry Kane er í byrjunarliði Tottenham ásamt Dele Alli og Tanguy Ndombele á meðan Úlfarnir mæta til leiks með Hwang Hee-chan og Fabio Silva í fremstu víglínu.

Þá á Arsenal heimaleik við AFC Wimbledon á meðan Leicester heimsækir Millwall. Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.

Chelsea: Kepa, James, Chalobah, Sarr, Hudson-Odoi, Kante, Saul, Chilwell, Ziyech, Werner, Loftus-Cheek
Varamenn: Bettinelli, Mbuyamba, Thiago Silva, Barkley, Havertz, Mount, Lukaku

Aston Villa: Steer, Cash, Tuanzebe, Hause, Young, Sanson, Nakamba, Traore, Buendia, El Ghazi, Archer
Varamenn: Sinisalo, Konsa, Bogarde, Carney, A Ramsey, Philogene-Bidace, Caleb



Wolves: Ruddy, Hoever, Kilman, Boly, Mosquera, AIt-Nouri, Dendoncker, Neves, Hwang, Silva, Podence.

Tottenham: Gollini, Tanganga, Romero, Sanchez, Davies, Skipp, Alli, Ndombele, Gil, Lo Celso, Kane.



Arsenal: Leno, Cedric, Holding, Mari, Tavares, Partey, Lokonga, Maitland-Niles, Martinelli, Nketiah, Lacazette
Varamenn: Hein, Chambers, Kolasinac, Elneny, Smith Rowe, Saka, Balogun.



Leicester: Ward, Amartey, Evans, Soyuncu, Thomas, Tielemans, Ndidi, Dewsbury-Hall, Albrighton, Lookman, Iheanacho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner