Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fim 22. september 2022 20:16
Brynjar Ingi Erluson
Jón Steindór og Rakel hætt með Fylki (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Steindór Þorsteinsson og Rakel Logadóttir, þjálfarar Fylkis, hafa látið af störfum sem þjálfaraliðsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild félagsins.

Jón Steindór og Rakel tóku við þjálfun meistaraflokks kvenna í október á síðasta ári og skrifuðu þá undir tveggja ára samning.

Fylkir hafnaði í 6. sæti Lengjudeildarinnar á þessu tímabili og náði aðeins að safna 21 stigi.

Þau hafa nú bæði látið af störfum hjá félaginu en Fylkir er nú í leit að nýju þjálfarateymi og mun skýrast á næstu vikum hver tekur við keflinu af þeim.

Fylkir féll úr Bestu deildinni á síðasta ári og stigasöfnunin í ár því mikil vonbrigði en liðið gerði níu jafntefli í átján deildarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner