Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. nóvember 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Lið vikunnar í enska - Sterling og Mane í sóknarlínunni
Húsasmiðjan
Mynd: BBC
Landsleikjaglugginn er að baki og enska úrvalsdeildin farin á fulla ferð að nýju.

Manchester United rak Ole Gunnar Solskjær eftir 4-1 tap gegn Watford. Chelsea er á toppnum en liðið vann sannfærandi 3-0 sigur gegn Leicester en Manchester City vann Everton með sama mun.

Liverpool rúllaði yfir Arsenal 4-0 á Anfield og fyrsti leikur Steven Gerrard sem stjóri Aston Villa endaði með 2-0 sigri gegn Brighton.

Norwich City vann Southampton 2-1 í fyrsta leik Dean Smith við stjórnvölinn á meðan stjórnartíð Eddie Howe hjá Newcastle hófst með 3-3 jafntefli gegn Brentford.

Burnley gerði 3-3 jafntefli gegn Crystal Palace, Úlfarnir unnu West Ham 1-0 og Tottenham kom til baka og vann 2-1 sigur gegn Leeds.

Garth Crooks, sérfræðingur BBC, velur úrvalslið vikunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner