Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. nóvember 2021 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Tony Hibbert rífur fram skóna
Tony Hibbert í baráttunni við Fernando Torres
Tony Hibbert í baráttunni við Fernando Torres
Mynd: Getty Images
Enski varnarmaðurinn Tony Hibbert gerði í dag samning við ES Louzi í 10. deildinni í Frakklandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.

Hibbert, sem er 40 ára, lagði skóna á hilluna árið 2016. Hann spilaði allan sinn feril með Everton á Englandi en tókst aldrei að skora í opinberum leik.

Hann skoraði hins vegar í sérstökum leik honum til heiðurs árið 2012 gegn AEK frá Grikklandi. Markið gerði hann úr aukaspyrnu og allt ætlaði um koll að keyra á Goodison Park. Áhorfendur brutu sér leið inn á grasið og fögnuðu með honum.

Hibbert hefur nú ákveðið að rífa fram skóna á nýjan leik og nú með ES Louzy í frönsku tíundu deildinni. Hann hefur búið í Frakklandi síðustu þrjú ár og ákvað að semja við liðið til að halda sér í góðu formi en hann þjálfar einnig U13 ára lið félagsins.
Athugasemdir
banner