Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. janúar 2022 17:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmót kvenna: Annar sigur Fjölnis kom gegn Fylki
Sara Montoro skoraði.
Sara Montoro skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 0 - 2 Fjölnir
0-1 Emilía Sif Sævarsdóttir ('30)
0-2 Sara Montoro ('54)

Fjölnir náði í sinn annan sigur í Reykjavíkurmótinu í ár er þær lögðu Fylki að velli í Egilshöll.

Fjölnir hafnaði í þriðja sæti 2. deildar kvenna í fyrra en komst upp um deild eftir úrslitakeppni. Á meðan féll Fylkir úr efstu deild síðasta sumar og leikur í Lengjudeildinni þegar næsta sumar gengur í garð.

Það var Fjölnir sem hafði betur í leiknum í dag. Emelía Sif Sævarsdóttir, sem er fædd árið 2003, kom Fjölni í forystu eftir hálftíma leik og bætti Sara Montoro við öðru marki þegar innan við tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum.

Fylkir náði ekki að svara og lokatölur 0-2 fyrir Fjölni; flottur sigur þeirra staðreynd. Fjölnir er í öðru sæti eins og er, með sex stig eftir þrjá leiki. Fylkir var að spila sinn fyrsta leik í mótinu.

Leikur Þróttar og KR átti einnig að fara fram í dag, en þeim leik var frestað og mun hann fara fram síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner