Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 22:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bruno Fernandes: Þurfum að vinna alla leiki hjá þessu félagi
Mynd: EPA
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var hetja liðsins í kvöld þegar liðið vann Rangers í Evrópudeildinni. Hann skoraði sigurmarkið í uppbótatíima.

„Ég veit hversu mikla þýðingu að hefur fyrir stuðningsmennina að vinna leiiki. Maður vill virkilega vinna. Við erum svolítið pirraðir því við byrjuðum árið vel með tveimur frábærum leikjum gegn Liverpool og Arsenal, svo sýndum við seiglu gegn Southampton en spiluðum ekki vel. Við spiluðum svo gegn Brighton sem fór ekki vel," sagði Fernandes.

„Þú þarft að vinna alla leiki hjá þessu félagi annars verður þetta erfiitt. Ég vona að stuðningsmennirnir okkar þurfi ekki að venjast því að tapa leikjum. Ég vona að þeir hafi trú á liðinu."

Liðið er í 4. sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina. Bruno ætlar að komast alla leið.

„Við viljum komast alla leið og fara í úrslit í Bilbao. Við viljum líka enda í einu af átta efstu sætunum svo við þurfum ekki að spila tvo leiki í viðbót," sagði Fernandes.
Athugasemdir
banner
banner