Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. febrúar 2021 23:00
Aksentije Milisic
Bayern bætir met - 17 taplausir leikir á útivelli í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Bayern Munchen mætti Lazio í kvöld í Róm en leikurinn var sá fyrri í einvígi liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Bayern átti ekki í neinum vandræðum með Lazio og vann að lokum sannfærandi 4-1 útisigur.

Jamal Musiala skoraði eitt marka Bayern en hann er ungur Englendingur. Með þessu marki varð hann yngsti leikmaður í sögu Evrópumeistaranna sem skorar mark í mótsleik. Þá varð hann á sama tíma yngsti leikmaðurinn frá Englandi sem skorar í Meistaradeildinni.

Bayern Munchen setti hins vegar met í leiknum í kvöld. Liðið er núna taplaust í 17 útileikjum í Meistaradeildinni í röð. Manchester United átti fyrra metið en liðið fór þá í gegnum 16 útileiki án þess að tapa á árunum 2007-2010.

Frábær árangur hjá Bayern og spurning hvað liðið nær að mörgum leikjum til viðbótar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner