Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 17. júlí 2020 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 2. deild: Vítaspyrnur eru eins og rúlletta
Dino Hodzic (Kári)
Dino Hodzic er leikmaður umferðarinnar í 2. deild karla.
Dino Hodzic er leikmaður umferðarinnar í 2. deild karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dino í leik gegn Leikni í vor.
Dino í leik gegn Leikni í vor.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Dino er ánægður hjá Kára.
Dino er ánægður hjá Kára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári á að vera ofar í 2. deild að mati Dino.
Kári á að vera ofar í 2. deild að mati Dino.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jói Kalli var með Dino á LinkedIn.
Jói Kalli var með Dino á LinkedIn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári sigraði ÍR á laugardaginn í síðustu viku og var það fyrsti sigur Kára í 2. deild þetta sumarið. Leikar enduðu 1-0 fyrir heimamenn í Akraneshöllinni og var maður leiksins markvörðurinn Dino Hodzic sem hélt hreinu og varði að auki tvær vítaspyrnur. Dino er leikmaður 5. umferðar í 2. deild karla á Fótbolti.net.

Dino er 24 ára gamall markvörður sem telur 205 sentímetra, Dino verður 25 ára í október. Hann er frá Króatíu og gekk í raðir ÍA um mitt sumar í fyrra eftir veru hjá ungverska félaginu Mezőkövesd.

Fótbolti.net hafði samband við Dino og spurði hann út í hitt og þetta. Fyrst skal þó benda á hlaðvarpsþáttinn Ástríðuna sem ræddi um frammistöðu Dino í þættinum á mánudag. Þann þátt má hlusta á hér neðst í fréttinni og hefst umræðan um leik Kára og ÍR á 9. mínútu þáttarins.

Aldrei varið tvö víti og haldið hreinu í sama leiknum
Fyrstu spurningarnar voru út í leikinn síðasta laugardag. Hvernig var að spila leikinn gegn ÍR?

„Fyrir mér eru allir leikir eins. Ég vil vinna alla leiki og það skiptir ekki máli hvort það sé á æfingu eða keppnisleikur, mitt hugarfar er alltaf að vinna og gefa 100% í verkefnið og úrslitin munu koma," sagði Dino.

Hefur það áður gerst hjá Dino að hann verji tvö víti og haldi hreinu í sama leiknum?

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég held hreinu og ver tvö víti í sama leiknum. Ég er mjög glaður og get með sanni sagt að ég sé stoltur því ég er hér til að hjálpa liðinu að ná í góð úrslit."

Er Dino vanur því að verja vítaspyrnur?

„Hér á Íslandi hef ég verið í markinu í fimm vítaspyrnum og ég hef varið tvö þeirra. Þegar ég lék í Danmörku og í Ungverjalandi varði ég nokkur víti en aldrei tvö víti í sama leiknum. Ég reyni að bíða eftir vítaspyrnunni og sýni skjót viðbrögð. Auðvitað þarftu heppni, vítaspyrnur eru eins og rúllettuspil."

Eigum að vera ofarlega í deildinni en þurfum smá tíma
Hvernig er að spila með liði Kára?

„Mér líkar vel í liði Kára. Í liðinu eru mjög góðir leikmenn og mér finnst að við eigum að vera ofarlega i þessari deild en við þurfum smá tíma. Mér líkar vel við nýja þjálfarann [Gunnar Einarsson] sem er með reynslu af því að spila sem atvinnumaður í Evrópu og hann getur kennt okkur margt. Við erum á uppleið og ég er viss um að við munum spila betur með hverjum leiknum."

Jói Kalli vildi fá Dino fyrir síðustu leiktíð
Hvernig kom það til að Dino gekk í raðir ÍA síðasta sumar frá ungversku liði?

„Ég samdi til hálfs árs í Ungverjalandi en hefði framlengt ef aðalmarkvörðurinn hefði verið seldur. Jói Kalli [Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA] hafði samband áður en ég samdi í Ungverjalandi en ég ákvað að semja þar í 1. deildinni í stað þess að fara á þeim tímapunkti til Íslands. Samningurinn rann út síðasta sumar þar sem markvörðurinn var ekki seldur og Jói hafði aftur samband. Ég samþykkti boðið og samdi út leiktíðina. Ég er mjög ánægður að fá að kynnast öllum strákunum í ÍA. Frábært lið á vellinum og utan hans."

Hvernig er að búa á Akranesi?

„Akranes er mjög fínn bær og nálægt Reykjavík svo þú hefur allt sem þú þarft."

Við hvað vinnur Dino á Akranesi?

„Ég hugsa um fótboltavellina hér, mála línur og hugsa um gervigrasið. Í dag er ég að undirbúa gervigrasið undir leik Kára og Víðis í kvöld. Þetta er fínt starf þar sem ég get hugsað um fótbolta allan daginn."

Hvað vissi Dino um Ísland áður en hann kom hingað á síðasta ári?

„Ég vissi mikið. Ég á u.þ.b. 20 króatíska vini sem vinna og búa á Höfn svo ég var búinn að heyra það besta um land og þjóð í gegnum þá. Ég hafði líka lesið mikið um Ísland áður þar sem þetta er mjög fallegt land."

Ekki alveg viss hvernig Jói Kalli vissi af sér - Var með hann á LinkedIn
Svör Dino vöktu tvær aukaspurningar. 1. Hvernig vissi Jói Kalli hver Dino var?

„Ég er í alvörunni ekki alveg viss. Hann hafði samband við mig á Facebook en ég var búinn að vera með hann á LinkedIn samfélagsmiðlinum þar sem ég hafði sett inn upplýsingar um að ég væri félagslaus og að ég væri í leit að nýju tækifæri. Eftir að samningurinn minn hjá Vejle rann út var ég ekki með umboðsmann svo ég sá um mín mál sjálfur og geri enn. Ég var að leita að stað þar sem ég gæti sýnt hvað ég gæti."

2. Er Dino með plön um að ferðast til Hornafjarðar til vina sinna?

„Auðvitað ætla ég í heimsókn á Höfn en ég þarf að finna mér smá frítíma sem er ekki bóði þessa stundina þar sem ég er að vinna og spila með Kára," sagði Dino að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Hrvoje Tokic (Selfoss)
Bestur í 2. umferð - Oliver Helgi Gíslason (Haukar)
Bestur í 3. umferð - Nikola Dejan Djuric (Haukar)
Bestur í 4. umferð - Hrannar Snær Magnússon (KF)

Næsta umferð (6.) í 2. deild:
(föstudagur 17. júlí) Í DAG
19:15 KF-Haukar (Ólafsfjarðarvöllur)
19:15 Þróttur V.-Selfoss (Vogaídýfuvöllur)
19:15 ÍR-Njarðvík (Hertz völlurinn)
19:15 Kári-Víðir (Akraneshöllin)
19:15 Fjarðabyggð-Dalvík/Reynir (Fjarðabyggðarhöllin)

laugardagur 18. júlí
16:00 Kórdrengir-Völsungur (Framvöllur)
Ástríðan - Fjörug fimmta umferð í 2. og 3. deild
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner