Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 23. febrúar 2021 19:52
Aksentije Milisic
England: Leeds ekki í vandræðum með Dýrlingana
Leeds 3 - 0 Southampton
1-0 Patrick Bamford ('47 )
2-0 Stuart Dallas ('78 )
3-0 Raphinha ('84 )

Það var einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þá áttust við Leeds United og Southampton á Elland Road.

Southampton byrjaði leikinn betur og átti ágætis færi í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora. Leeds átti einnig sínar syrpur en staðan var markalaus þegar flautað var til leikhlés.

Leeds hóf hins vegar síðari hálfleikinn af miklum krafti. Strax á 47. mínútu skoraði Patrick Bamford fyrsta markið. Hann fékk þá sendingu frá Tyler Roberts og kláraði færið vel í fjærhornið.

Leeds hélt áfram að herja á gestina og átti nokkur góð færi áður en Stuart Dallas tvöfaldaði forystuna á 78. mínútna með skoti fyrir utan teig.

Þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma kom þriðja mark heimamanna og var það Brasilíumaðurinn Raphinha sem gerði það. Hann skoraði þá beint úr aukaspyrnu með skoti í markmannshornið.

Góður sigur Leeds staðreynd og liðið er komið í tíunda sæti deildarinnar. Slakt gengi Southampton heldur því áfram en liðið er nú í 14. sæti deildarinnar eftir frábæra byrjun á tímabilinu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner
banner