Víkingur hafnaði í vikunni tilboði frá Ríga FC í Loga Tómasson bakvörð liðsins.
Ríga er í Lettnesku deildinni en samkvæmt heimildum Fótbolta.net þótti tilboð liðsins of lágt.
Ríga FC endaði 2. sæti lettnesku deildarinnar á síðustu leiktíð, fjórum stigum frá toppliði Valmiera FC.
Axel Óskar Andrésson spilaði með liðinu tímabilið 2021 áður en hann gekk í raðir Örebro í Svíþjóð.
Logi sem er 22 ára gamall hefur allan sinn feril spilað hjá uppeldisfélagi sínu, Víkingi ef frá er talið hálft tímabil 2018 er hann var á láni í Þrótti og annað hálft tímabil með FH 2020.
Athugasemdir