Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   fim 23. júní 2022 22:18
Haraldur Örn Haraldsson
Ómar Ingi: Ég hef metnaðinn en er ekkert að pönkast í þeim
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK var mjög sáttur við lið sitt eftir að þeir unnu 3-1 heimasigur á Kórdrengjum í kvöld.

HK eru komnir á toppi deildarinnar eftir þennan sigur.


Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Kórdrengir

„Ég er bara gífurlega sáttur, við erum búnir að tala um það að við erum búnir að tapa nokkrum stigum hérna í sumar en þetta eru bara þær frammistöður sem við ætlum að sýna meira af."

HK hefur nú unnið 4 leiki í röð í deildinni og er á góðri siglingu.

„Það er ekkert leyndarmál á bakvið það. Við erum bara með gæðamikið lið, reynslumikið lið þannig þetta er ekkert leyndarmál þetta er bara samheldni og samvinna sem er að skila þessu."

HK skoraði fyrsta mark leiksins strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og spiluðu mun betur eftir hlé.

„Það þarf nú yfirleitt ekkert að æsa sig eitthvað sérstaklega mikið í hálfleik hingað til, sama hvernig staðan er. Ég held að Sandor hafi farið aðeins yfir það með Ívari hvert hann ætti að sparka boltanum í næstu aukaspyrnu þannig það er gott að þetta kom bara mínútu eftir að þeir ræddu saman. Ég veit ekki hvort að Ívar hafi munað það síðan en það skilaði okkur allavega marki og þá hafði ég engar áhyggjur af þessu eftir því."

Ómar tekur við sem bráðabirgðar þjálfari af Brynjari snemma tímabils og það hefur gengið mjög vel síðan þá.

„Ég held bara áfram. Það verður bara skoðað það ef eitthvað losnar eða eitthvað kemur í ljós. Ég er búinn að segja við þá að ég er alveg til í að fá inn annan mann með mér ef það finnst einhver laus. En við erum ekkert að stressa okkur á þessu ég, Kári, Sandor og Birkir. Allur hópurinn er bara að vinna saman í þessu núna þannig það verður bara að koma í ljós. Við verðum bara saman í þessu þangað til og fókusum bara á það að ganga vel í leikjum."

Ómar hefur þó metnað til þess að byggja sinn þjálfara feril og vera aðalþjálfari.

„Já að sjálfsögðu (hef ég metnað til þess) annars væri ég ekki í þessu. Ég hef metnaðinn fyrir því en ég er samt ekkert að pönkast í þeim. Ég er búinn að vera í þessu í hálft ár þegar ég tek við sem aðstoðarþjálfari Brynjars svo er þetta hálft ár saman þegar hann fer út. Ég er alveg til í að fá meiri reynslu sem aðstoðarþjálfari áður en ég tek við einhverju til langtíma. En það er bara heiður að stýra uppeldisklúbbnum þannig ég er bara ótrúlega stoltur og ánægður og ég ætla bara að halda áfram að leggja mitt að mörkum svo félagið getur farið á þann stað sem það vill vera á."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner