Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. júlí 2022 12:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Henderson sannfærði Lingard
Dean Henderson
Dean Henderson
Mynd: Nottingham Forest
Jesse Lingard var tíundi leikmaðurinn til að ganga til liðs við Nottingham Forest í sumar en hann skrifaði undir eins árs samning við félagið í vikunni.

Hann var án félags eftir að samningur hans við Manchester United rann út í sumar. Hann var á láni hjá West Ham síðari hluta tímabilsins 2020/21 og hann var orðaður við endurkomu til Lundúnarliðsins.

Á endanum gekk hann til liðs við Forest en fyrrum félagi hans hjá United, Dean Henderson, sannfærði hann m.a. til að ganga til liðs við félagið.

„Ég spjallaði mikið við Dean. Hann sagði að stjórinn væri frábær og aðstaðan væri góð hjá félaginu. Mér líður vel, þegar ég spila reglulega þá sérðu það besta frá Jesse Lingard."

Nottingham Forest var mjög ákveðið í að fá hann til félagsins.

„Þeir sýndu mér ást, þeir voru mjög ákveðnir. Þú elskar það, þú vilt sjá þessa ástríðu," sagði Lingard.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner