Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 23. júlí 2024 16:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Unglingastjarna yfirgefur Arsenal - Skoraði tíu gegn Liverpool
Chido Obi-Martin.
Chido Obi-Martin.
Mynd: Arsenal
Unglingastjarnan Chido Obi-Martin hefur yfirgefið herbúðir Arsenal. Samningur hans við félagið rann út og hann ákvað að framlengja ekki.

Það er mikill áhugi á þessum efnilega leikmanni en hann hefur meðal annars heimsótt æfingasvæði Manchester United. Þá eru félög í Þýskalandi mikið að reyna að fá hann.

Obi, sem er 16 ára gamall, komst í fréttirnar í nóvember í fyrra þegar hann skoraði tíu mörk í einum og sama leiknum gegn Liverpool. Það var í leik með U16 liði Arsenal.

Chido Obi, sem er fæddur og uppalinn í Danmörku, hafði æft með aðalliði Arsenal en er núna að fara að semja við nýtt félag.
Athugasemdir
banner
banner
banner