Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. september 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cannavaro segir skilið við Guangzhou
Mynd: Getty Images
Fabio Cannavaro, fyrrum fyrirliði ítalska landsliðsins, hefur yfirgefið stjórastöðuna hjá Guangzhou FC í Kína.

Frá þessu greina miðlar í Kína. Samkvæmt fréttaflutningi náði Cannavaro samkomulagi við félagið að slíta samstarfinu.

Cannavaro hefur áður rætt um að hans daumur sé að taka við sem aðalþjálfari hjá félagi í Evrópu og helst í Serie A á Ítalíu.

Cannavaro tók við sem stjóri Guangzhou árið 2017 en áður stýrði hann félaginu tímabilið 2014-15. Cannavaro var stjóri ársins í Kína árið 2017 og vann kínversku ofurdeildina árið 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner