Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. september 2021 16:05
Elvar Geir Magnússon
Segir að Tottenham hafi hætt við að ráða sig því félagið vilji spila varnarbolta
Paulo Fonseca.
Paulo Fonseca.
Mynd: EPA
Portúgalinn Paulo Fonseca segir að Tottenham hafi hætt við að ráða sig sem stjóra því yfirmaður íþróttamála, Fabio Paratici, hafi viljað spila varnarsinnaðan fótbolta á þessu tímabili.

Fonseca yfirgaf Roma í sumar og var kominn langt í viðræðum um að taka við Tottenham en það rann út í sandinn.

Nuno Espirito Santo, fyrrum stjóri Wolves, var svo ráðinn rétt fyrir undirbúningstímabilið.

Fonseca segir að Paratici hafi sagt eigandanum Daniel Levy að ráða sig ekki því hann væri með of sókndjarfan leikstíl.

„Við vorum búnir að ná samkomulagi og vorum að undirbúa undirbúningstímabili. En hlutirnir breyttust þegar Paratici kom inn í þetta. Við vorum ekki sammála í nokkrum atriðum og þeir ákváðu að ráða annan aðila," segir Fonseca.

„Ég vil þjálfa hjá frábærum félögum en verkefnið þarf að vera rétt og fólkið í kringum mig þarf að hafa trú á minni hugmyndafræði. Þetta átti sér ekki stað með Paratici. Ég vil að liðin mín spili fallegan og sóknarþenkjandi fótbolta. Besta vörnin er að vera með boltann."

Undir stjórn Nuno vann Tottenham fyrstu þrjá úrvalsdeildarleiki sína alla 1-0 en tveir 3-0 tapleikir hafa svo komið, gegn Chelsea og Crystal Palace.

Nuno hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir skort á sóknarbolta hjá Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner