Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. nóvember 2022 11:01
Elvar Geir Magnússon
Davíð Snorri um Bellingham: Hann negldi þetta og var geggjaður
Jude Bellingham og Mason Mount.
Jude Bellingham og Mason Mount.
Mynd: EPA
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann mun kosta svona 120 milljónir punda allavega," sagði Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net, þegar hann var spurður hver verðmiðinn á enska landsliðsmiðjumanninum Jude Bellingham væri.

Bellingham, sem er hjá Borussia Dortmund, var magnaður og skoraði eitt mark í 6-2 sigri Englands gegn Íran á HM á mánudaginn. Rætt var um frammistöðu hans í HM Innkastinu þar sem Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska U21 landsliðsins, var gestur.

„Ég var svo ánægður með hvað hann var ferskur og lét hafa fyrir sér. Hann braut þetta upp og það vilt þú sjá frá ungum leikmönnum sem koma inn í þetta. Hann negldi þetta og var geggjaður," segir Davíð sem var hrifinn af frammistöðu enska liðsins.

Bukayo Saka fékk einnig mikið hrós en þessi ungi leikmaður klúðraði víti og varð fyrir kynþáttarfordómum í úrslitaleik EM alls staðar en hefur spilað eins og kóngur síðan.

„Hann er frábær fyrirmynd. Hvernig ætlar þú að fara úr svona áfalli með þjóðina á bakinu, hann klúðraði víti á mjög vondum tíma. Það er örugglega gríðarleg vinna hjá öllum sem eru í kringum hann, hvort sem það er enska landsliðið, Arsenal eða hans fólk. Þetta snýst um hvernig þú vinnur úr áföllunum. Hann er mikil fyrirmynd og mun örugglega seinna meir segja sína sögu frá öllu þessu ferli," segir Davíð.

Þó langur vegur sé til stefnu þá er ástæða til bjartsýni hjá Englendingum eftir fyrsta leik.

„Að skora sex mörk miðað við pressuna og gagnrýnina sem var á þeim og klára þennan leik svona fljótt. Gareth Southgate hitti á rétt leikkerfi og Englendingar byrjuðu strax að spyrja spurninga," segir Davíð.

„Declan Rice var mjög góður að finna lausnirnar og staðsetti sig virkilega vel. Þegar Íran fékk boltann vann enska liðið hann strax aftur, þeir náðu aldrei að anda. Sterkt hjá Englandi að klára þennan leik svona með alla þessa pressu á sér. Mér fannst þetta vel gert hjá Englandi og ná svo í kjölfarið að opna leikinn."

Gareth Southgate hélt áfram að sýna sínum mönnum traustið og Harry Maguire og Raheem Sterling spiluðu góðan leik, þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar hjá félagsliðum sínum.

„Það eru hlutverk og þú hefur ekki endalausan tíma. Hann telur sig vita að þessir menn munu skila allavega 'sjöu'. Hann veit að liðið þarf að vinna boltann í föstum leikatriðum og treystir á Maguire, það gekk," segir Davíð.
HM hringborðið - Yfirferð með Davíð Snorra: Stór lið strax undir pressu
Athugasemdir
banner
banner