Stjarnan tilkynnti rétt í þessu að félagið væri búið að ná samkomulagi um sölu á Róberti Frosta Þoreklssyni til sænska félagsins GAIS.
Hann skrifar undir fimm ára samning í Gautaborg. Róbert Frosti er 19 ára miðjumaður sem lék í nóvember sinn fyrsta leik með U21 landsliðinu. Hann kom við sögu í öllum 27 leikjum Stjörnunnar í Bestu deildinni á síðasta tímabili, skoraði tvö mörk og lagði umm fimm. GAIS endaði í sjötta sæti Allsvenskan á síðasta tímabili.
Hann skrifar undir fimm ára samning í Gautaborg. Róbert Frosti er 19 ára miðjumaður sem lék í nóvember sinn fyrsta leik með U21 landsliðinu. Hann kom við sögu í öllum 27 leikjum Stjörnunnar í Bestu deildinni á síðasta tímabili, skoraði tvö mörk og lagði umm fimm. GAIS endaði í sjötta sæti Allsvenskan á síðasta tímabili.
Úr tilkynningu Stjörnunnar
„Það er alltaf gleðiefni þegar við sjáum unga leikmenn taka skrefið erlendis og það hefur verið mikil lyftistöng fyrir Stjörnusamfélagið allt að sjá allan þennan fjölda af leikmönnum ná að elta drauminn og þess vegna er það sérstaklega ánægjulegt að sjá að Róbert Frosti er að stíga mjög skemmtilegt skref í klúbb sem við höfum trú á að muni henta honum vel og þess vegna vil ég þakka honum fyrir geggjaðan tíma með uppeldisfélagi sínu. Þangað til næst!" segir Helgi Hrannarr Jónsson formaður meistaraflokks ráðs karla hjá Stjörnunni.
„Ég vil nota tækifærið og þakka eftirtöldum aðilum: Jökli, Ejub og Ragga Trausta fyrir að hafa gert mig að betri leikmanni, frábærum liðsfélögum og síðast en ekki síst Hauki Þorsteins og Silfurskeiðinni. Það hefur verið heiður að spila fyrir ykkur. Þið eruð hjartað í þessu félagi. Það er alveg jafn stór draumur hjá mér að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni og að spila fótbolta erlendis. Nú ætla ég að eltast við annan af þessum draumum. Ég kem síðan til baka að láta hinn rætast," segir Róbert Frosti
Úr frétt á heimasíðu GAIS
„Við höfum unnið að því í nokkurn tíma að reyna að fá Frosta til okkar og í dag erum við mjög ánægð með að geta kynnt Róbert Frosta Þorkelsson sem leikmann GAIS. Hann hefur verið á lista okkar yfir leikmenn sem eru með mikla hæfileika, sem lék meistaraflokksbolta ungur að aldri með uppeldisfélagi sínu Stjörnunni á Íslandi. Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem vinnur líka hörðum höndum í vörninni og það mun passa vel inn í okkar fótbolta ," segir Magnus Sköldmark hjá GAIS.
„Það er frábært, virkilega spennandi að koma hingað. Ég hef heyrt margt gott um félagið og ég get ekki beðið eftir að byrja," segir Róbert Frosti sjálfur.
En hvað heillaði hann við GAIS?
„Gautaborg er eitthvað sem heillaði mig mjög og mér heyrist að sutðningsmennirnir séu ótrúlegir! Ég hef séð stuðningsmennina á myndbandi og ég er mjög spenntur að spila fyrir framan þá, svo það hjálpaði mér líka mikið."
Hann var beðinn um að lýsa sér sem leikmanni.
„Ég er mjög beinskeyttur leikmaður. Ég vil spila fram á við á skapandi hátt. Og ég get vonandi lagt eitthvað til liðsins. Vonandi getum við gert enn betur en á síðasta tímabili, þó ég viti að GAIS hafi átt frábært tímabil árið 2024. Það er það sem ég vonast til að ná fram," segir Róbert Frosti.
Athugasemdir