Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. maí 2022 09:40
Elvar Geir Magnússon
Freysi fékk flugferð eftir að hafa stýrt Lyngby upp
Freyr Alexandersson tolleraður eftir leik í gær.
Freyr Alexandersson tolleraður eftir leik í gær.
Mynd: Getty Images
Freyr Alexandersson tók við Lyngby fyrir ári síðan og á sínu fyrsta tímabili náði hann því afreki að stýra liðinu upp í dönsku úrvalsdeildina. Lyngby hefur tryggt sér úrvalsdeildarsætið þegar ein umferð er eftir.

Sævar Atli Magnússon, fyrrum fyrirliði Leiknis, og markvörðurinn Frederik Schram eru meðal leikmanna Lyngby.

Freyr var tolleraður eftir leikinn gegn Nyköbing í gær þar sem Lyngby tryggði sér úrvalsdeildarsætið. Það verður svo enn meiri fögnuður um næstu helgi þegar Lyngby leikur sinn síðasta leik, á heimavelli.

„Þetta er stórkostlegt. Við höfum verið andlega sterkir og farið í gegnum svo ótrúlega margt. Þetta hefur verið erfitt en við höfum þjappað okkur enn betur saman þegar við höfum lent í mótlæti," segir Freyr í samtali við bold.dk.

Hann segir það gríðarlega spennandi og erfitt verkefni að takast á við efstu deild á næsta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner