Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 24. júlí 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fótboltadeildirnar í Evrópu ætla að höfða mál gegn FIFA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Stærstu deildir Evrópu hafa tekið höndum saman með leikmannasamtökunum FIFPRO og ætla að höfða mál gegn FIFA vegna þess að þeim þykir Alþjóðafótboltasambandið vera að stofna velferð leikmanna í hættu með auknu leikjaálagi.

Samtök evrópskra deilda eru að skrifa ítarlegt kvörtunarbréf sem verður sent til framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þar verður krafist breytinga á fyrirkomulaginu í fótboltaheiminum, þar sem evrópsku deildirnar segja að FIFA hafi alltof mikil völd.

Fyrrnefnd samtök tala fyrir 39 deildir og 1130 félög í 33 mismunandi Evrópulöndum og því er afar mikil þyngd sem fylgir þessari sókn gegn FIFA.

Í yfirlýsingu frá FIFPRO er FIFA sakað um að taka einhliða ákvarðanir sem eru einungis teknar til þess að láta FIFA hagnast þó það sé á kostnað annarra deilda eða fótboltasambanda, en FIFA svaraði þessum ásökunum með því að saka evrópsku deildirnar og fótboltasamböndin um sömu hluti.

Þetta er annað málið sem FIFPRO mun höfða gegn FIFA á skömmum tíma, eftir að samtökin höfðuðu annað mál gegn Alþjóðafótboltasambandinu fyrr í sumar.

Það mál snýst um vinnuréttarmál og hvernig nýjar keppnir FIFA stangast á við atvinnuréttindi leikmanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner