Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 24. ágúst 2019 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Laun Van Dijk verða tvöfölduð
Vilja ekki leyfa Pogba að taka vítin
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er tekinn saman af BBC eins og áður. Neymar, Virgil van Dijk, Christian Eriksen og Paulo Dybala eru meðal leikmanna sem slúðrað er um.


Real Madrid hefur enn áhuga á Neymar, 27, en óttast að ofurstjarnan muni meiðast aftur á fæti. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann brýtur bein í fæti. (Marca)

Barcelona hefur einnig áhuga en gæti verið að hætta við félagaskiptin vegna of hárra launakrafa Neymar. (AS)

Shkodran Mustafi, 27, er á leið frá Arsenal. Faðir hans og umboðsmaður sagðist vera að leita að nýju félagi fyrir son sinn. (Mirror)

Virgil van Dijk, 28, er í viðræðum um nýjan samning hjá Liverpool sem myndi tvöfalda launin hans upp í 250 þúsund pund á viku. (90min)

Man Utd vonast til að selja Alexis Sanchez, 30, áður en glugginn lokar í helstu deildum Evrópu. (Mirror)

Leikmenn United vilja að Marcus Rashford, 21, verði vítaskytta liðsins eftir enn eitt klúður Paul Pogba, 26, gegn Wolves. (Daily Mail)

Tottenham er reiðubúið til að selja Christian Eriksen, 27, fyrir 50 milljónir punda. (Daily Mail)

Leroy Sane, 23, gæti snúið aftur á tímabilinu þrátt fyrir að hafa skaddað liðband í leiknum um Góðgerðarskjöldinn. (Sun)

Sean Dyche telur að kantmaðurinn ungi Dwight McNeil, 19, muni verða of stór fyrir félagið á næstu árum. (Sky Sports)

Real Sociedad er að nálgast Nacho Monreal, 33 ára vinstri bakvörð Arsenal. (Mundo Deportivo)

Tottenham gæti reynt við Paulo Dybala, 25, í janúar ef hann fer ekki í sumar. (Football.London)

Juve gæti selt Miralem Pjanic, 29, ef rétt tilboð berst í sumar. (Calciomercato)

Crystal Palace er í samningsviðræðum við Christian Benteke, 28. (Evening Standard)

FC Bayern er að borga 40 milljónir evra fyrir Marc Roca, 22 ára miðjumann Espanyol. Hann á að fylla í skarð Renato Sanches sem fór til Lille í gær. (L'Equipe)

Zinedine Zidane segist ekki vilja selja Keylor Navas, 32, þrátt fyrir áhuga frá Paris Saint-Germain. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner