Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. ágúst 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þau koma til greina í starf yfirmanns fótboltamála
Ólafur Kristjánsson hefur verið orðaður við starfið.
Ólafur Kristjánsson hefur verið orðaður við starfið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ auglýsti í gær stöðu yfirmanns fótboltamála hjá sambandinu laust til umsóknar.

„Sviðsstjóri knattspyrnusviðs vinnur að því að efla faglega þekkingu og framþróun á knattspyrnusviði sambandsins þannig að sviðið standist alþjóðlegan samanburð. Sviðsstjóri hefur auk þess umsjón með markmiðasetningu því tengdu og vinnur að þróun afreksstefnu sambandsins," segir í auglýsingu sambandsins.

Arnar Þór Viðarsson hefur gegnt þessu starfi frá því það var fyrst mótað hjá KSÍ. Hann tók við því fyrst árið 2019.

Þegar Arnar tók við sem landsliðsþjálfari karla í desember 2020 þá var það ljóst að hann gæti ekki gegnt starfi yfirmanns fótboltamála áfram.

Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2022, en á meðal hæfniskrafna er að umsækjendur séu með UEFA PRO gráðu og þekkingu á íslenskum fótbolta. Við það minnkar listinn til muna en það eru 45 manns skráð með PRO þjálfaragráðu í kerfinu hjá KSÍ.

Hægt er að finna lista á vefsíðu KSÍ yfir þjálfara sem eru með PRO gráðuna. Nöfn þeirra má sjá hér fyrir neðan.

Alfreð Elías Jóhannsson
Andri Hjörvar Albertsson
Arnar Bill Gunnarsson
Arnar Grétarsson
Arnar Þór Viðarsson
Ásmundur Arnarsson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Dean Edward Martin
Dragan Stojanovic
Ejub Purisevic
Elísabet Gunnarsdóttir
Eyjólfur Sverrisson
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf
Freyr Alexandersson
Gorazd Mihailov
Guðjón Þórðarson
Gunnar Guðmundsson
Gunnar Magnús Jónsson
Heimir Guðjónsson
Heimir Hallgrímsson
Helena Ólafsdóttir
Helgi Kolviðsson
Hermann Hreiðarsson
John Henry Andrews
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Sigursteinsson
Jón Þór Hauksson
Jörundur Áki Sveinsson
Kristján Guðmundsson
Lúðvík Gunnarsson
Milan Stefán Jankovic
Milos Milojevic
Ólafur Helgi Kristjánsson
Óli Stefán Flóventsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Pedro Manuel Da Cunha Hipólito
Rúnar Kristinsson
Rúnar Páll Sigmundsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Srdjan Tufegdzic
Teitur Benedikt Þórðarson
Willum Þór Þórsson
Zeljko Sankovic
Þorlákur Már Árnason
Þorvaldur Örlygsson
Þórður Þórðarson

Einhver af þessum einstaklingum kemur til með að vera ráðinn í starfið.
Athugasemdir
banner
banner