Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   sun 24. september 2023 17:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Smári hrærður: Trylltasta sem ég hef nokkurn tímann séð
Lengjudeildin
Innilegt faðmlag í leikslok.
Innilegt faðmlag í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölmennt á leikinn.
Fjölmennt á leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hæstánægður.
Hæstánægður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hálf hrærður, stuðningurinn sem við fengum í stúkunni í dag er eitthvað það trylltasta sem ég hef séð nokkurn tímann. Við vorum jafnvel með betri stuðning en Fjölnismenn. Maður er bara hrærður," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag.

Jafnteflið dugði Vestra til sigurs í umspilsviðureign liðanna og Vestri spilar til úrslita gegn Aftureldingu næsta laugardag um sæti í Bestu deildinni.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Vestri

„Þessi leikur var rússíbanareið frá hliðarlínunni séð. Stuðningurinn úr stúkunni gerði þetta alveg extra, extra beautiful í lokin."

Vestri leiddi með einu marki í hálfleik, voru mun betra liðið í fyrri hálfleiknum. Fjölnismenn voru betri í seinni hálfleik og viðurkenndi Davíð að lukkan hafi pínulítið verið með gestunum í Grafarvogi í dag.

Vestramenn urðu manni færri snemma í seinni hálfleik en Fjölnismenn fengu sjálfir rautt spjald ekki svo löngu síðar. Það rautt var mjög heimskulegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið.

„Mér finnst það ósanngjarnt að segja að það hefði verið ánægjulegt að sjá (leikmann Fjölnis fá rauða spjaldið). Staðreyndin er bara sú að þetta er fjórði leikur okkar við Fjölni í sumar og þeir hafa ekki unnið okkur í einum leik. Án þess að vera of 'cocky' með mitt lið þá held ég að betra liðið hafi að lokum farið áfram."

„Við vorum allir að berjast fyrir okkur, við ræddum mikið um hvað gæti farið úrskeiðis og hvernig við ætluðum að díla við það. Við ræddum þetta og vorum tilbúnir. Ég sem þjálfari var kannski ekki alveg tilbúinn fyrir þessar síðustu 10 mínútur, þær voru mjög erfiðar."

„Ég er ofboðslega stoltur af því sem við höfum gert hérna. Það eru leikmenn í Vestraliðinu sem eru að koma frá sínu heimalandi langt langt í burtu út af því að þeir eiga sér draum að spila sem hálfatvinnumenn eða atvinnumenn. Það er það sem við erum að gera fyrir vestan. Við erum með fullt af mönnum sem nærast og lifa fyrir það að fá lifa í þessu umhverfi. Ég er líka að tala um þessa ungu strák sem hafa komið inn í hópinn, fengið mínútur og eru að þrýsta á að komast inn í hópinn. Ég er ofboðslega stoltur af þeim. Það er kannski það erfiðasta við þetta, að þessir ungu strákar fá ekki nógu mikið af tækifærum,"
sagði Davíð.

Hvernig leggst úrslitaleikurinn í Davíð?

„Vel, hvort sem það hefði verið Afturelding eða Leiknir. Það er ofboðslegur meðbyr með okkur, ég veit ekki hvenær við töpuðum leik síðast og mikil trú."

„Ef það er eitthvað lið sem er vant því að vera á miklum ferðalögum og með lítinn tíma til að æfa þá eru það við. Það hefur ekkert á okkur."


Var Davíð búinn að horfa í þennan úrslitaleik í langan tíma?

„Já, það er búin að vera mynd í klefanum okkar af Laugardalsvelli í margar margar vikur. Það er alveg klárt. Við byrjuðum hægt í mótinu og það er ekkert leyndarmál. Mér fannst þetta fyrirkomulag í ár ofboðslega gott. Það voru allir að berjast fram á síðustu umferð í mótinu og það veitir á gott," sagði Davíð sem kom aðeins inn á umræðu um gul spjöld í kringum umspilið í lok viðtals.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner