Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
banner
   sun 24. september 2023 14:06
Brynjar Ingi Erluson
Orri lagði upp mark í stórkostlegri endurkomu gegn erkifjendunum
watermark Orri Steinn átti góða stoðsendingu í sigrinum á Bröndby
Orri Steinn átti góða stoðsendingu í sigrinum á Bröndby
Mynd: Getty Images
watermark Stefán Teitur og hans menn í Silkeborg eru í stuði þessa dagana
Stefán Teitur og hans menn í Silkeborg eru í stuði þessa dagana
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Ísak Bergmann er á toppnum í þýsku B-deildinni
Ísak Bergmann er á toppnum í þýsku B-deildinni
Mynd: Fortuna Dusseldorf
Orri Steinn Óskarsson og félagar hans í danska meistaraliðinu FCK unnu magnaðan 3-2 endurkomusigur á nágrönnum sínum í Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

FCK var einu marki undir í hálfleik ákvað því Jacob Neestrup, þjálfari FCK, að setja Orra Stein inn á. Stuttu síðar jafnaði Diogo Goncalves, en Bröndby tók aftur forystuna þegar tuttugu mínútur voru eftir.

Sænska undrabarnið Roony Bardghji kom við sögu á 80. mínútu og gekk frá leiknum.

Orri Steinn lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Bardghji á 84. mínútu og fimm mínútum síðar gerði þessi 17 ára Svíi sigurmarkið og er FCK því áfram með þriggja stiga forystu á toppnum.Stefán Teitur Þórðarson kom inn af bekknum á 57. mínútu í 2-0 sigri Silkeborg á Viborg.

Skagamaðurinn og hans menn í Silkeborg hafa unnið fimm og gert eitt jafntefli í síðustu sex leikjum og er í 2. sæti með 19 stig.

Kristall Máni Ingason og Atli Barkarson voru báðir í byrjunarliði SönderjyskE sem vann magnaðan 4-3 sigur á Helsingör í dönsku B-deildinni. Kristall fór af velli í hálfleik en Atli lék allan leikinn í vörninni. Liðið er í öðru sæti með 21 stig.

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf sem gerði 1-1 jafntefli við Hannover. Hann nældi sér í gult spjald og var síðan skipt af velli þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum. Düsseldorf er í efsta sæti þýsku B-deildarinnar með 14 stig.

Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn í magnaðri endurkomu í 3-2 sigri Trelleborg á Utsikte. Trelleborg var 2-0 undir í hálfleik en tókst að snúa við taflinu í þeim síðari og skora þrjú. Trelleborg er í 7. sæti sænsku B-deildarinnar með 30 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner