Egyptinn Mohamed Salah skoraði þrennu og lagði upp eitt þegar Liverpool niðurlægði erkifjendur sína í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.
„Það er frábært að vinna 5-0 hérna. Við vissum að þetta yrði erfitt ef við myndum ekki spila okkar leik," sagði Salah eftir leik.
„Við urðum að leggja okkur 100 prósent fram. Við reyndum að spila okkar fótbolta, að spila á milli línannna til þess að skapa fleiri færi. Við gerðum það og okkur tókst að skora."
Liverpool er einu stigi frá toppnum núna. „Við vitum hvað þarf til að vinna ensku úrvalsdeildina. Við gerðum það fyrir tveimur árum. Þetta er stór sigur en við fáum bara þrjú stig fyrir hann."
„Við reynum að vinna hvern einasta leik og ætlum okkur að reyna að vinna titilinn," sagði Salah.
Athugasemdir