Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 24. nóvember 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið í Meistaradeildinni: Van de Beek og Cavani byrja
Donny van de Beek og Edinson Cavani fá tækifæri í byrjunarliði Manchester United þegar liðið mætir Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi í Meistaradeildinni í kvöld.

Þegar þessi lið mættust í Tyrklandi fyrr í mánuðinum, þá hafði Basaksehir betur, 2-1.

Tyrkirnir gera aðeins eina breytingu á byrjunarliði sínu frá þeim leik, en Nacer Chadli, fyrrum leikmaður Tottenham, kemur inn í liðið.

Frá sigri United gegn West Brom um helgina koma Van de Beek og Cavani inn í liðið fyrir Nemanja Matic og Juan Mata.

Man Utd er á toppi riðilsins með sex stig og er Istanbul Basaksehir með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea; Wan-Bissaka, Lindelöf, Maguire, Telles, Van de Beek, Fred, Rashford, Fernandes, Martial, Cavani.
(Varamenn: Grant, Henderson, Mata, Greenwood, James, Fosu-Mensah, Ighalo, Pellistri, Matic, Williams, Tuanzebe, Mengi)

Byrjunarlið Istanbul Basaksehir: Gunok; Rafael, Epureanu, Skrtel, Bolingoli; Berkay, İrfan Can; Visca, Chadli, Deniz Türüç; Demba Ba.

PSG og RB Leipzig eigast við í sama riðli. PSG þarf svo sannarlega á sigri að halda þar sem liðið er í þriðja sæti með sex stig. Ef United og Leipzig vinna leikina í kvöld, þá lendir PSG sex stigum á eftir.

Byrjunarlið PSG: Navas; Florenzi, Marquinhos, Diallo, Bakker, Paredes, Danilo, Herrera, Mbappe, Icardi, Neymar.

Byrjunarlið Leipzig: Gulacsi; Angelino, Upamecano, Konate, Mukiele, Haidara, Nkunku, Olmo, Sabitzer, Forsberg, Poulsen.

Byrjunarlið Barcelona hefur oft verið sterkara en það er gegn Dynamo Kiev í kvöld. Það er enginn Lionel Messi í liðinu og Daninn Martin Braithwaite er fremsti maður. Messi fær hvíld gegn úkraínska liðinu.

Byrjunarlið Barcelona gegn Dynamo Kiev: Ter Stegen; Dest, Mingueza, Lenglet, Firpo, Pjanic, Alena, Trincao, Coutinho, Pedri, Braithwaite.

Cristiano Ronaldo er auðvitað í byrjunarliði Juventus sem mætir ungverska liðinu Ferencvaros.

Byrjunarlið Juventus gegn Ferencvaros: Szczesny; Cuadrado, Danilo, De Ligt, Alex Sandro, Bentancur, Arthur, McKennie, Bernardeschi, Dybala, Ronaldo.

Leikir dagsins:

F-riðill
20:00 Lazio - Zenit
20:00 Dortmund - Club Brugge

E-riðill
17:55 Rennes - Chelsea
17:55 FK Krasnodar - Sevilla

G-riðill
20:00 Juventus - Ferencvaros
20:00 Dynamo K. - Barcelona

H-riðill
20:00 Man Utd - Istanbul Basaksehir
20:00 PSG - RB Leipzig
Athugasemdir
banner
banner