Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 24. nóvember 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Svía ræðir útspil Zlatans - „Ég er svolítið pirraður"
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic
Mynd: Getty Images
Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins, viðurkennir í viðtali við Fotbollskanalen að nýjasta útspil Zlatan Ibrahimovic hafi pirrað hann fyrir leiki sænska liðsins í nóvember.

Zlatan hefur skorað tíu mörk í Seríu A á þessu tímabili þrátt fyrir að vera 39 ára gamall. Frammistaða hans hefur vakið mikla athygli í heimalandi hans og kölluðu margir eftir því að hann yrði valinn aftur.

Leikmaðurinn lagði skóna á hilluna eftir EM 2016 en hann hefur oft ýjað að því að hann gæti tekið fram skóna. Hann birti mynd af sér í sænsku landsliðstreyjunni á samfélagsmiðlum fyrir leikina í nóvember en hann viðurkenndi síðar að það hafi verið gert til að pirra Svía.

„Ég er kannski örlítið pirraður yfir þessu. Þegar hann er að birta eitthvað á samfélagsmiðlum eða hvað sem það þýðir þá geta aðrir gert slíkt hið sama. Þetta lifir sínu lífi og fólk hefur sínar skoðanir á hvernig við vinnum og hvernig við hugsum. Þetta lifir sínu lífi eins og ég segi."

„Ég er mjög hrifinn af því hvernig hann getur haldið áfram með sama hungrið, drifkraftinn og gæðin í því sem hann gerir. Hann er rosalegur íþróttamaður og hefur verið í sérklassa í gegnum allan ferilinn. Þetta er magnað allt sem hann hefur afrekað og eina sem hægt er að gera er að taka ofan hattinn og þakka honum kærlega fyrir."

„Hann hefur sjálfur sagt að hann hafði ekki hugsað sér um að spila áfram með landsliðinu, fyrir utan það að reyna að pirra sænsku þjóðina. Hann lokaði ansi snemma fyrir það en til þess að hann spili aftur fyrir Svíþjóð er að hann lætur vita af sér og segist vilja vera með. Þá fyrst ég farið að ræða þetta af alvöru,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner