Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. mars 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Messi og Ronaldo styrkja spítala í baráttunni gegn kórónaveirunni
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi
Mynd: Getty Images
Ofurstjörnurnar Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa ákveðið að gefa eina milljón evra til að styrkja heilbrigðiskerfið á Spáni og Portúgal í baráttunni gegn kórónaveirunni.

Messi gaf Clinic-spítalanum í Barcelona eina milljón evra og staðfesti fulltrúi spítalans þessar fréttir í gær en ástandið á Spáni er afar slæmt og fjölgar dauðsföllum með hverjum deginum.

Á sama er Ronaldo í slagtogi með umboðsmanni sínum, Jorge Mendes, en þeir gáfu spítölum í Lisbon og Porto eina milljón evra til að fjárfesta í tækjum og til að stækka rými fyrir sjúklinga.

Þeir eru komnir í hóp með mönnum á borð við Pep Guardiola og Robert Lewandowski en báðir lögðu framlag upp á eina milljón evra til góðgerðarsamtaka á Spáni og Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner