Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 25. mars 2023 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM: Joselu kláraði Noreg - Wales náði jafntefli í Króatíu
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Spánn lagði Noreg að velli er liðin mættust í fyrstu umferð undankeppni EM 2024 sem verður haldið í Þýskalandi á næsta ári.


Dani Olmo kom heimamönnum yfir snemma leiks og gerði Orjan Nyland vel að verja hættulegt skot til að halda Norðmönnum í leiknum. Gestirnir fengu hættuleg færi til að jafna í síðari hálfleik en boltinn rataði ekki í netið.

Spánverjar voru með yfirhöndina allan tímann og skiptu um gír á lokakaflanum þegar Joselu, sem var nýkominn inn af varamannabekknum, skoraði tvö mörk með stuttu millibili. Fabian Ruiz, sem kom einnig inn af bekknum, lagði upp fyrra markið.

Joselu skoraði þar með tvennu í sínum fyrsta landsleik fyrir Spán. Hann hefur spilað um tíu mínútur í heildina fyrir þjóð sína og er því kominn með langbesta markametið miðað við spilaðar mínútur. Draumabyrjun

Niðurstaðan flottur 3-0 sigur Spánverja sem var þó ekki alltof sannfærandi. Spánn og Skotland deila toppsæti A-riðils með þrjú stig eftir fyrstu umferðina.

Spánn 3 - 0 Noregur
1-0 Dani Olmo ('13)
2-0 Joselu ('84)
3-0 Joselu ('85)

Í D-riðli byrjar Wales á frábæru stigi á gífurlega erfiðum útivelli Króatíu. Króatar voru betri aðilinn í leiknum og skoraði Andrej Kramaric á 28. mínútu.

Heimamönnum tókst ekki að tvöfalda forystuna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og þegar allt stefndi í 1-0 sigur tókst gestunum að gera jöfnunarmark. Nathan Broadhead, sem hafði komið inn af bekknum hálftíma fyrr, bjargaði stigi fyrir Wales á 93. mínútu - þvert gegn gangi leiksins. 

Tyrkland er á toppi D-riðils eftir sigur gegn Armeníu fyrr í dag. Lettland er fimmta liðið í riðlinum.

Að lokum skóp Rúmenía sigur á útivelli gegn smáþjóð Andorru þegar liðin mættust í I-riðli.

Rúmenar unnu þægilegan sigur þar sem rautt spjald sem leikmaður heimamanna fékk á 61. mínútu hefur auðveldað verkið.

Króatía 1 - 1 Wales
1-0 Andrej Kramaric ('28)
1-1 Nathan Broadhead ('93)

Andorra 0 - 2 Rúmenía
0-1 D Man ('35)
0-2 D Alibec ('50)
Rautt spjald: M. Rebes, Andorra ('61)


Athugasemdir
banner
banner