Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. apríl 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FSG neitaði risatilboði í Liverpool
Henry og stjórnarformaðurinn Tom Werner.
Henry og stjórnarformaðurinn Tom Werner.
Mynd: EPA
John Henry, eigandi Liverpool, er undir mikilli pressu að selja hlut sinn í Liverpool eftir misheppnaða tilraun hans og annarra eigenda stórra félaga í Evrópu til að mynda Ofurdeildina.

Fenway Sports Group, FSG, er samkvæmt heimildum Mirror búið að hafna tæplega þriggja milljarða punda tilboði í félagið.

Mirror segir að tilboðið hafi komið í félagið áður en öll áform um Ofurdeildina voru opinberuð.

Tilboðið er sagt hafa komið frá Miðausturlöndum en FSG neitaði tilboðinu þrátt fyrir 120 milljón punda tap vegna heimsfaraldursins.

Stuðningsmenn Liverpool eru reiðir vegna áformanna um Ofurdeildina og er Henry búinn að biðjast afsökunar þess vegna.

FSG borgaði um 300 milljónir punda fyrir félagið árið 2010 af þeim George Gillett og Tom Hicks.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner