Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 25. maí 2021 15:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðlaugur Victor í Schalke (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er genginn í raðir Schalke, sem er eitt stærsta félagið í Þýskalandi.

Guðlaugur er þrítugur miðjumaður sem fer til Schalke frá Darmstadt. Schalke féll sannfærandi úr Bundesliga í vetur og leikur í 2. Bundesliga á komandi ári.

Samt sem áður er félagið eitt það stærsta í Þýskalandi og ekki er langt síðan það var að spila í Meistaradeildinni. Guðlaugur Victor verður hluti af því verkefni að koma Schalke aftur á þann stað þar sem það á að vera.

Í vetur voru sögur um að Guðlaugur Victor gæti verið á leið heim til Íslands. Rætt var um að hann hefði farið í viðræður við KR. Á dögunum var sagt frá því í Dr Football að hann hefði verið á leiðinni í KA.

Guðlaugur Victor getur bæði spilað á miðju og í vörn, en honum líður best á miðjunni. Hann hefur verið mikilvægur fyrir íslenska landsliðið síðustu 2-3 árin.

Hann skrifar undir tveggja ára samning við Schalke en kaupverðið er ekki gefið upp.

Hann segist vilja koma inn sem leiðtogi í lið Schalke.


Athugasemdir
banner
banner
banner