Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 25. maí 2022 14:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Samúel er einn af þeim leikmönnum sem rétt falla út fyrir"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir Íslendingar að spila með Viking sem er í öðru sæti sem stendur í norsku Eliteserien. Patrik Sigurður Gunnarsson ver mark liðsins og Samúel Kári Friðjónsson spilar á miðjunni.

Patrik er í íslenska hópnum en Samúel Kári hefur ekki verið valinn síðan haustið 2020.

Arnar Þór Viðarsson var spurður hvort hann hefði verið nálægt því að velja Samúel í hópinn fyrir komandi júníverkefni landsliðsins.

„Samúel er einn af þeim leikmönnum sem rétt falla út fyrir."

„Það er mjög ánægjulegt, ekki bara að hann sé að spila vel, heldur líka hvað Viking er að standa sig vel. Þetta er mjög mikilvægt, fyrir hann og Patta, að vera í toppbaráttu. Þú ert að vinna leiki og það að vinna leiki er vani sem þarf að læra,"
sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner