
„Ég held ég þurfi að leggjast niður,'' segir Chris Brazell, þjálfari Gróttu, eftir markamiklan 4-3 sigur gegn Leiknir í fjórðu umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: Grótta 4 - 3 Leiknir R.
„Þetta var trylltur leikur. Þegar leikur endar svona þá hugsaru aðeins um hitt liðið, það var alveg möguleiki fyrir því að við hefðum geta endað sem tapliðið, sem hefði verið ótrúlega sárt,''
„Mér fannst við alls ekki góðir í fyrri hálfleiknum. Við vorum lélegir, þó veðrið spilaði kannski smá inn í það. Í seinni hálfleik vorum við góðir taktísklega séð. Mikilvægast úr þessum leik var karakterin hjá þessu liði, þetta er annar leikurinn í röð þar sem þeir komu tilbaka eftir að vera undir í fyrri hálfleiknum,''
„Það er ekkert betra heldur en að spila laugardagfótbolta um miðjan dag á heimarvelli með sigur og næstu tvo daga til að hvíla sig. Þetta er ástæðan fyrir því að spilum fótbolta,''
Grótta hefur enn ekki tapað leik í deildinni eftir fjóra leiki.
„Ég held að þegar ég tala um það þá á ég eftir grút tapa næsta leik. Við vitum hvað við erum, við erum ekki fallegasta fótboltalið í heimi og ekki endilega besta lið í þessari deild. Við höfum þó sýnt það að við erum vel skipulagt lið og erum martröð fyrir hin liðin,'' segir Chris í lokinn.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild fyrir ofan.