Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. september 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Charlton bjargað af Dana: Hættir að selja efnilega leikmenn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Danski viðskiptamaðurinn Thomas Sandgaard hefur verið staðfestur sem nýr eigandi Charlton Athletic, sem leikur í ensku C-deildinni.

Sandgaard segir að markmið sitt sé að koma Charlton aftur upp í ensku úrvalsdeildina þar sem félagið dvaldi frá 1998 til 2007.

Sangaard er mikill áhugamaður um knattspyrnu og elskar rokk tónlist. Hann spilar á rafmagnsgítar í hljómsveit en peningana þénaði hann í gegnum fyrirtæki sitt Zynex Inc, sem sér um framleiðslu á ýmsum læknistækjum.

„Ég er ótrúlega ánægður með að vera nýr eigandi Charlton Athletic. Þetta er einn af stærstu dögum lífs mins, hann er þarna uppi með dögunum sem börnin mín tvö fæddust," sagði Sandgaard í viðtali við talkSPORT.

Stuðningsmenn Charlton eru mjög ánægðir með Sandgaard, þeir telja hann hafa ákefðina og metnaðinn sem þarf í stjórn félagsins eftir mörg ár af brostnum loforðum fyrri eigenda.

„Við munum hætta að selja efnilega leikmenn til að borga laun starfsmanna og aðra reikninga. Við Lee (Bowyer, knattspyrnustjóri) erum á sömu blaðsíðu og munu ákvarðanir verða teknar í samráði við hvorn annan."

Þetta sagði Sandgaard þegar hann var spurður út í framtíð Alfie Doughty, ungs leikmanns Charlton sem Skotlandsmeistarar Celtic hafa sýnt áhuga.
Athugasemdir
banner
banner
banner