sun 25. september 2022 22:36
Brynjar Ingi Erluson
Ekki hrifinn af uppátæki Þróttara - „Fyndið í 4. deildinni en ekki Bestu"
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Írís Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar, steig óvænt á vítapunktinn og skoraði í 5-0 sigri liðsins á KR í næst síðustu umferð Bestu deildarinnar í dag en ekki var öllum skemmt yfir þessu uppátæki.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  0 KR

Þróttur var að leiða með þremur mörkum er liðið fékk vítaspyrnu þegar þrettán mínútur voru eftir af leiknum.

Í sumar er Katla Tryggvadóttir sú eina sem hefur skorað úr vítaspyrnu fyrir Þrótt en það kom einmitt í 3-1 sigri á KR í júní.

Nú ákvað Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, að senda Írisi Dögg Gunnarsdóttur, markvörð liðsins, á punktinn og skoraði hún með föstu skoti. Þetta var annað mark hennar á Íslandsmótinu en hún skoraði einnig fyrir Hauka í 1. deildinni fyrir sex árum.

Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, var ekki hrifinn af þessu uppátæki Þróttara að senda Írisi á punktinn og sagði væri lítið fyndið við að gera þetta í efstu deild.

„Fyndið í 4. deild en ekki í Bestu deildinni," skrifaði Alexander við mynd sem hann deildi á Twitter, en það er skjáskot af textalýsingu Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner
banner
banner