Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 25. nóvember 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
Ýjar að því að Barcelona muni versla mikið næsta sumar
Mynd: Getty Images
Eric Abidal yfirmaður fótboltamála hjá Barcelona, ýjar að því að félagið muni eyða háum fjárhæðum sumarið 2020.

Ríkjandi Spánarmeistarar hafa verið orðaðir við fjölda leikmanna undanfarnar vikur og útlit fyrir að mikil endurnýjun verði á leikmannahópnum á komandi ári.

Ernesto Valverde hefur gefið það til kynna að hann sé í leit að nýjum sóknarmanni en Börsungar vilja fá leikmann til að leysa af Luis Suarez sem verður 33 ára í janúar.

Mundo Deportivo segir að Börsungar séu að leita að styrkingu bæði varnar- og sóknarlega.

Argentínski landsliðsmaðurinn Lautaro Martinez hjá Inter er sterklega orðaður við Barcelona og þá er sagt að Pierre-Emerick Aubameyang hjá Arsenal sé einnig á óskalistanum.

Joshua Kimmich, bakvörður Bayern München, er einnig sagður á óskalistanum ásamt Nikola Milenkovic hjá Fiorentina, Lukas Klostermann hjá RB Leipzig og Andreas Christensen hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner