Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 25. nóvember 2020 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þriggja daga þjóðarsorg í Argentínu - Skólum lokað í Napoli
Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Argentínu eftir andlát Diego Armando Maradona í dag.

Maradona, einn besti fótboltamaður sem spilað hefur leikinn fagra, lést í dag, 60 ára að aldri. Hann fékk hjartaáfall á heimili sínu.

Heimurinn syrgir Maradona. Á vef Mirror segir að búist sé við því að mínútuþögn verði fyrir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildinni.

Forseti Argentínu, Alberto Fernandez, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu og í Napoli, þar sem Maradona er elskaður eftir tíma sinn hjá félaginu þar í borg, verður skólum lokað í einn dag.

Goðsögn er fallin frá. Hvíl í friði Diego Maradona.

Sjá einnig:
Margir minnast Maradona


Athugasemdir