Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 25. nóvember 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sterling sjö mörkum á eftir Rooney
Mynd: EPA
Raheem Sterling skoraði jöfnunarmark Manchester City gegn PSG í gær. Þetta var 23. mark Sterling í Meistaradeildinni á ferlinum og er hann í þriðji markahæsti Englendingurinn í sögu keppninnar.

Einungis Paul Scholes með 24 mörk og Wayne Rooney með 30 mörk hgafa skorað fleiri mörk. Sterling verður 27 ára í desember svo hann hefur nægan tíma til að bæta við mörkum.

Tvær aðrar staðreyndir vöktu athygli eftir stórleikinn í gær. City endar í efsta sæti riðilsins og er það í fimmta sinn í röð sem liðið endar í efsta sæti. Af enskum félögum hafði einungis Manchester United náð að enda í efsta sæti í sínum riðli fimm tímabil í röð. Það gerði United á árunum 2007-2011.

Þá var þetta í fyrsta sinn í sögunni sem PSG tapar í Meistaradeildinni eftir að hafa komist í 1-0 í seinni hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner