Spænski miðvörðurinn Dennis Nieblas Moreno ætlar að taka slaginn áfram með Grindavík á komandi tímabili en þetta staðfesti félagið í tilkynningu sem það sendi frá sér í dag.
Dennis, sem er 34 ára gamall, spilaði 16 leiki og skoraði 3 mörk með Grindvíkingum á síðasta tímabili en fór síðan frá félaginu og hélt til Ítalíu.
Hann spilaði með Costa D'Amalfi í vetur en hefur nú snúið aftur til Grindavíkur.
„Við erum mjög ánægð að fá Dennis aftur til liðs við okkur. Hann er mikill leiðtogi innan sem utan vallar. Hann á eftir að styrkja varnarleik liðsins mikið með sinni reynslu og þekkingu,“ sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Dennis er þegar mættur til æfinga með Grindavík sem er í æfingaferð á Spáni og verður því klár í slaginn þegar liðið mætir KFG eða Reyni Sandgerði í 2. umferð MJólkurbikarsins í næstu viku.
Athugasemdir