Það var heitt í kolunum eftir leik í Mjólkurbikarnum um helgina en 4. deildarliðin Úlfarnir og Ísbjörninn áttust þá við í Safamýri.
Lögreglan mætti á vettvang og eInn leikmaður fékk áverkavottorð eftir hnefahögg. Rætt var um málið í sérstökum hlaðvarpsþætti hér á Fótbolta.net þar sem fjallað var um bikarhelgina.
Lögreglan mætti á vettvang og eInn leikmaður fékk áverkavottorð eftir hnefahögg. Rætt var um málið í sérstökum hlaðvarpsþætti hér á Fótbolta.net þar sem fjallað var um bikarhelgina.
„Ég forvitnaðist aðeins um þetta og heyrði i mönnum í Safamýrinni. Það sem gekk þarna á er eitthvað sem maður er leiður að heyra. Það urðu einhver orðaskipti milli leikmanns Úlfanna og leikmanns í Ísbirninum í lok leiks," segir Sverrir Mar Smárason í þættinum.
„Á leiðinni inn í klefa standa bara fjórar til fimm minn frá Ísbirninum við klefann og bíða eftir leikmanni Úlfanna. Hann fær nokkur hnefahögg í höfuðið og lögreglan er kölluð til. Allir leikmenn sem sáu þetta voru teknir í skýrslutöku. Leikmaður Úlfanna fór á sjúkrahús og fékk áverkavottorð. Ég veit ekki betur en að þetta sé komið í ferli hjá lögreglunni."
„Þetta er glatað að heyra," segir Ingólfur Sigurðsson en í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn.
Athugasemdir