Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 26. maí 2019 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Geggjaðir Skagamenn
Einar Logi skoraði aftur.
Einar Logi skoraði aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stemningin er rosaleg upp á Skaga.
Stemningin er rosaleg upp á Skaga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjörnumenn hafa tapað tveimur leikjum í röð.
Stjörnumenn hafa tapað tveimur leikjum í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steinar bætti við öðru marki ÍA.
Steinar bætti við öðru marki ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 2 - 0 Stjarnan
1-0 Einar Logi Einarsson ('54 )
2-0 Steinar Þorsteinsson ('93 )
Lestu nánar um leikinn

Það stoppar fátt Skagalestina um þessar mundir. ÍA trónir á toppi Pepsi Max-deildarinnar eftir að hafa tekið fimmta sigurinn úr fyrstu sex leikjum deildarinnar.

ÍA tók á móti Stjörnunni upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max-deildinni.


Það gerðist fátt mjög merkilegt í fyrri hálfleiknum og var staðan að honum loknum markalaus.

Í byrjun seinni hálfleiksins komst ÍA yfir og áfram eru það varnarmenn liðsins sem sjá um markaskorunina. Skagamenn eru sterkir í föstum leikatriðum og þeir skoruðu eftir eitt slíkt, innkast sem var tekið snöggt. „MAAAAAAAAARK!!!!! Það er komið mark í leikinn!! Stefán Teitur ætlaði að taka langt innkast en tók það snöggt á Steinar Þorsteins sem kom með geggjaðann bolta og Einar Logi potaðin honum inn," sagði Benjamín Þórðarson í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.


Þetta er annar leikurinn í röð sem Einar Logi Einarsson skorar fyrir ÍA. Í síðasta leik skoraði hann sigurmarkið í 1-0 sigri gegn Breiðablik.

Þetta Skagalið er frábært og þeim tókst að bæta við öðru marki áður en flautað var til leiksloka. Varamaðurinn Steinar Þorsteinsson skoraði þá eftir aukaspyrnu.

ÍA er á toppnum í Pepsi Max-deildinni með 16 stig úr fyrstu sex leikjunum. Það var frábær mæting á leikinn í dag og það er gríðarleg stemning fyrir þessu Skagaliði.

Stjarnan var að tapa sínum öðrum leik í röð og er með átta stig í sjöunda sæti, átta stigum á eftir ÍA.

FH og Breiðablik eru sex stigum á eftir ÍA en þessi lið eru að fara að spila klukkan 19:15.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leik Vals og Breiðabliks

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leik Fylkis og FH
Athugasemdir
banner