Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. júní 2022 18:26
Ívan Guðjón Baldursson
Þór fær spænskan miðjumann (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Þór

Þór var að krækja í spænskan miðjumann sem er búinn að gera samning út sumarið.


Hann heitir Ion Perello Machi og kemur frá Hetti/Huginn þar sem hann hefur spilað að undanförnu og á því leiki að baki í 2. og 3. deild.

Ion skrifaði undir samning og mætti á æfingu í dag. Hann verður löglegur fyrir næsta leik í Lengjudeildinni sem er gegn Þrótti Vogum á fimmtudaginn.

Þór hefur farið hrikalega illa af stað í Lengjudeildinni og er aðeins með fimm stig eftir átta fyrstu umferðirnar. 

„Við bjóðum nýjasta Perello velkominn til félagsins og hlökkum til að fylgjast með honum á vellinum," segir á vefsíðu Þórs.


Athugasemdir
banner