Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 26. október 2020 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bilic ósáttur með brottför Hegazi: Ég er verulega vonsvikinn
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion náði í sitt þriðja stig á úrvalsdeildartímabilinu er liðið gerði jafntefli við Brighton í dag.

Slaven Bilic, stjóri West Brom, ræddi málin að leikslokum og var spurður út í egypska miðvörðinn Ahmed Hegazi sem var í byrjunarliðsáformum Bilic en var lánaður til Sádí-Arabíu.

„Ég vildi halda honum hérna, þetta er gríðarlega reyndur leikmaður og alvöru fagmaður fram í fingurgóma. Það hefur verið áhugi á honum en stjórnin fullvissaði mig um það í síðustu viku að Ahmed yrði áfram hjá félaginu," sagði Bilic.

„Ahmed var í byrjunarliðinu á laugardaginn og auðvitað er ég svekktur með að hann sé ekki hérna lengur. Ég er verulega vonsvikinn því okkur vantar leikmenn."

Sjá einnig:
Hegazi yfirgefur West Brom (Staðfest) - Farið á bak við Bilic?
Athugasemdir
banner
banner
banner