Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   lau 26. október 2024 11:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
Líkleg byrjunarlið í úrslitaleiknum - Annað auðlesið en hitt talsvert erfiðara
Hvernig stilla menn liðinum upp?
Hvernig stilla menn liðinum upp?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Arnór Gauti hefur komið vel inn í lið Breiðabliks.
Arnór Gauti hefur komið vel inn í lið Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Djuric á bekknum?
Djuric á bekknum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær Oiiver Ekroth að spila leikinn?
Nær Oiiver Ekroth að spila leikinn?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar verður í boxinu sínu.
Arnar verður í boxinu sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður gaman að fylgjast með baráttu Ísaks við varnarmenn Víkinga.
Það verður gaman að fylgjast með baráttu Ísaks við varnarmenn Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:30 á morgun hefst úrslitaleikur Víkings og Breiðabliks í Bestu deildinni. Leikurinn er lokaleikur tímabilsins og dugir Víkingum jafntefli til að tryggja sér titilinn.

Fótbolti.net setur upp líkleg byrjunarlið fyrir leikinn.

Víkingur
Við byrjum á liði heimamanna sem léku síðast leik á fimmtudag, þá vann liðið sögulegan sigur á Cercle Brugge í Sambandsdeildinni, 3-1 sigur, frábær úrslit.

Við spáum því að Arnar Gunnlaugsson, sem verður reyndar ekki á hliðarlínunni í leiknum heldur í bannboxinu sínu góða, geri tvær breytingar á sínu liði frá leiknum gegn Cercle.

Við spáum því að Oliver Ekroth komi inn fyrir Halldór Smára Sigurðsson í hjarta varnarinnar. Halldór Smári meiddist á fimmtudag. Það að Ekroth hafi átt einhverja von á að spila leikinn í gær ýtir undir það að hann muni reyna harka sig í gegnum þennan leik. Næsti leikur Víkinga er svo eftir tvær vikur, en þessi staki leikur er mun stærri. Ef Ekroth byrjar ekki þá kemur Jón Guðni Fjóluson inn í liðið.

Arnar byrjaði með Jón Guðna Fjóluson frekar en Tarik Ibrahimagic í bikarúrslitunum. Við teljum að það verði öfugt á morgun og að sá danski verði í vinstri bakverðinum og leysi mikið upp á miðju.

Þá spáum við því að Nikolaj Hansen komi inn í liðið fyrir Danijel Dejan Djuric. Danijel átti eftirminnilegan leik á fimmtudag, klúðraði víti, lagði upp mark, klúðraði dauðafæri og skoraði, en hann spilaði allan leikinn, á meðan Nikolaj lék einungis hálfleik. Við spáum því að leikurinn verði nokkuð lokaður og gott að eiga jókerinn Danijel inni á bekknum ef það þarf að hrista upp í hlutunum, hann ásamt þeim Helga Guðjónssyni og geitinni (G.O.A.T) sjálfri, Óskari Erni Haukssyni, geta breytt leiknum fyrir Víkinga sóknarlega ef þess þarf.
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke


Breiðablik
Það hefði verið skemmtilegra að vera með fullt af vangaveltum um byrjunarlið Breiðabliks, en eftir síðustu leiki lítur það út fyrir að vera sjálfvalið.

Halldór Árnason er með sína ellefu byrjunarliðsmenn og svo þá Kristin Steindórsson og Kristófer Inga Kristinsson sem fyrstu menn inn af bekknum.

Arnór Gauti Jónsson hefur komið virkilega vel inn í byrjunarlið Breiðabliks og leyft þeim Viktori Karli Einarssyni og Höskuldi Gunnlaugssyni að fara oftar hærra á völlinn. Andri Rafn Yeoman tók við hægri bakvarðarstöðunni af Höskuldi þegar fyrirliðinn fór á miðjuna og hefur verið eins og klettur í þeirri stöðu.
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Athugasemdir
banner
banner
banner