Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United, var ekkert yfir sig hrifinn af ummælum sem Erik ten Hag, stjóri félagsins, lét falla um portúgalska leikmanninn Bruno Fernandes í kvöld.
Ten Hag hrósaði Fernandes sérstaklega eftir leikinn fyrir að leyfa Marcus Rashford að taka vítaspyrnuna sem liðið fékk snemma í síðari hálfleiknum.
Rashford hafði ekki skorað í síðustu tólf leikjum og ákvað því Fernandes að leyfa Englendingnum að taka spyrnuna til að auka sjálfstraust sitt.
Ten Hag sagði að Bruno væri alvöru leiðtogi sem hugsar um liðsfélaga sína, en Keana var allt annað en sáttur við þau ummæliþ
„Hann er að gefa Bruno einhverja karamellu fyrir að láta Rashford fá boltann í vítinu. Það er algjör þvæla að mæta í viðtal og segja frá þessu. Manchester United er í sjötta sæti og ef þú ferð aðeins aftur í tímann væri það hreinlega skammarlegt að sitja í því sæti,“ sagði Keane.
„Það er enn langt í land. Manchester United á að berjast við bestu liðin og þar á ég við Liverpool, Man City, Arsenal og svo ertu auðvitað með lið eins og Tottenham sem hefur staðið sig vel, svo Villa og auðvitað Newcastle. Þeir fara til Newcastle í næstu viku og sjáum hvaða Manchester United-lið mætir þá til leiks. Það er nákvæmlega það sem þeir eiga að gera, að mæta í stóru leikina,“ sagði hann ennfremur.
Athugasemdir