Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 26. nóvember 2023 19:33
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Þetta er örugglega besta mark tímabilsins
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var sáttur með þriggja marka sigurinn á Everton á Goodison Park í dag og þá sérstaklega með markið frá Alejandro Garnacho.

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að Garnacho skoraði mark tímabilsins gegn Everton.

Bakfallsspyrna hans var algert konfekt fyrir augun og telur Ten Hag að þetta sé örugglega mark tímabilsins.

„Þetta er örugglega besta mark tímabilsins. Aðragandi og uppbygging sóknarinnar var líka góð en afgreiðslan stórkostleg.“

„Eftir byrjun leiksins vorum við of afslappaðir. Ég gagnrýndi liðið í hálfleik því þeir héldu að þetta væri svo gott sem komið, en það má ekki. Þú verður að vera klár í 100 mínútur á vellinum. Í síðari hálfleik gerðum við mjög vel.“

„Sóknarmennirnir þrír skoruðu og það er nákvæmlega það sem við þurfum. Það mun hjálpa okkur sem lið.“


Hversu mikið þurfti Rashford á markinu að halda?

„Mjög mikið. Þú sérð líka hversu góðan fyrirliða Bruno hefur að geyma. Hann tók eftir því að liðsfélagi hans þurfti þetta mark. Bruno hefur mikla trú á Rashy, sem er góð vítaskytta, en þú þarft svona leiðtogahæfileika sem sýnir að þið styðjið hvorn annan.“

„Við tökum þetta skref fyrir skref og þetta var fyrsta skrefið,“
sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner