
Rúben Amorim ætlar ekki að gefa eftir í kröfum sínum um að allir leikmenn Manchester United skili inn 100% vinnuframlagi á æfingum.
Rúben Amorim gaf skýr svör eftir 0-1 sigur Manchester United gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Amorim var spurður út í fjarveru Marcus Rashford og sagðist frekar vilja setja 63 ára gamlan markmannsþjálfara hjá sér á bekkinn heldur en Rashford.
„Þetta er alltaf sama ástæðan, hann er ekki að æfa nógu vel. Þetta er mjög augljóst og ég get séð þetta á hverjum einasta degi á æfingasvæðinu. Ég mun ekki breyta minni skoðun á þessu, ef ákveðin atriði breytast ekki á æfingum þá mun liðsvalið hjá mér ekki breytast," sagði Amorim eftir sigurinn.
„Þetta gildir um alla leikmenn liðsins. Ef þeir gefa ekki 100% í þetta þá fá þeir ekki að spila. Þetta er ekki flókið.
„Okkur sárvantaði hraðann leikmann á varamannabekkinn í dag en ég myndi frekar setja Jorge Vital þangað heldur en leikmann sem leggur sig ekki 100% fram á hverjum degi."
Jorge Vital er fyrrnefndur markmannsþjálfari Rauðu djöflanna en Tyrell Malacia reyndist eini kantmaðurinn á varamannabekk Man Utd í dag þar sem Rashford var skilinn eftir utan hóps.
Amorim var þá spurður út í argentínska kantmanninn Alejandro Garnacho, sem er sterklega orðaður við Napoli og er Chelsea einnig áhugasamt.
„Enginn veit hvað gerist í næstu viku, við verðum að bíða og sjá. Hann (Garnacho) er að taka miklum framförum á þessu tímabili, hann er búinn að bæta leikskilninginn sinn til muna og ég er að reyna að finna bestu stöðuna fyrir hann á vellinum. Við þurfum á svona beinskeyttum leikmönnum eins og honum að halda en ég veit ekki hvað gerist í framtíðinni."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2 | Aston Villa | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
3 | Bournemouth | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
4 | Brentford | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
5 | Brighton | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
6 | Burnley | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
7 | Chelsea | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
8 | Crystal Palace | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
9 | Everton | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
10 | Fulham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
11 | Leeds | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
12 | Liverpool | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
13 | Man City | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
14 | Man Utd | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
15 | Newcastle | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
16 | Nott. Forest | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
17 | Sunderland | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Tottenham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Leicester | 38 | 6 | 7 | 25 | 33 | 80 | -47 | 25 |
19 | West Ham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
19 | Ipswich Town | 38 | 4 | 10 | 24 | 36 | 82 | -46 | 22 |
20 | Southampton | 38 | 2 | 6 | 30 | 26 | 86 | -60 | 12 |
20 | Wolves | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir