banner
   lau 27. febrúar 2021 12:39
Victor Pálsson
Tuchel ræðir erfiðasta tap ferilsins - Mætir Solskjær á morgun
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur rifjað upp versta tap ferilsins fyrir leik gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Tuchel stýrði Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í mars 2019 en þá var Ole Gunnar Solskjær nýorðinn stjóri Man Utd.

PSG vann góðan 2-0 útisigur á Old Trafford í fyrri leik liðanna í útsláttarkeppninni en tapaði þeim seinni afar óvænt 3-1 á heimavelli.

Tuchel fær tækifæri að hefna sín á Solskjær á morgun er þessi lið mætast klukkan 16:00.

„Ég get verið hreinskilinn og eftir þetta tap var ég á mjög dimmum stað í tvo daga. Ég gat ekki talað við neinn eða hugsað um neitt annað en þetta tap," sagði Tuchel.

„Þetta var mögulega versta tap sem ég hefg upplifað því það kom upp úr engu. Ég var á mjög dimmum stað fyrir þjálfara."

„Það er ekki hægt að bera þessa tvo leiki saman. Við vitum öll að það er erfiðast að tapa. Er ég góður í því? Kannski ekki en sýndu mér einhvern góðan í að tapa í þessum gæðaflokki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner